Það var góð stemning á 6. Lionsfundi ársins 6. desember.
Snjallar lausnir í bátaviðhaldi
Ágúst bátasmiður hélt áhugavert erindi um viðhald báta og skipa. Hann kynnti aðferðir til að ná miklum árangri með litlum tilkostnaði – lausnir sem eru vel þekktar á Norðurlöndunum en hafa kannski farið svolítið framhjá okkur Íslendingum. Það var gaman að heyra frá Ágústi og greinilegt að þarna er hafsjór af fróðleik.
Nýr félagi boðinn velkominn
Gísli Ásgeirsson gekk formlega til liðs við Lionsklúbb Patreksfjarðar á fundinum. Gísli Már formaður sá um formlegheitin og nældi merki félagsins í barm nýliðans að viðstöddum Páli Vilhjálmssyni, meðmælanda Gísla.
Við bjóðum Gísla velkominn í hópinn og þökkum Ágústi kærlega fyrir komuna!
Á fundi Lionsklúbbs Patreksfjarðar 18. okt. 2025 tóku fjórir félagar við viðurkenningu alþjóðahreyfingarinnar Lions Clubs International fyrir áratuga aðild að samtökunum.
Það voru þeir (frá vinstri): Kristján Karlsson félagi í 20 ár, Matthías Ágústsson í 20 ár, Páll Vilhjálmsson 10 ár og Gunnar Bjarnason.20 ár. Gísli Már Gíslason formaður klúbbsins afhenti viðurkenningarnar fyrir hönd Lionshreyfingarinnar.
Tveir í stjórn stjórn Lionsklúbbs Patreksfjarðar Gísli Már og Friðbjörn ásamt Rebekku Hilmarsdóttur á fundi 18. okt. 2025. Rebekka var gestur fundarins og hélt upplýsandi fyrirlestur um heimastjórnir Vesturbyggðar þ.e. lagaumgjörðina og verkefnin sem nefndunum eru falin.
Guðjón Jónsson tekinn inn og boðinn velkominn í Lionsklúbb Patreksfjarðar á fundi 18. okt. 2025. Á myndinni ásamt Guðjóni eru Sigurður Viggósson siðameistari klúbbsins, Gunnar Bjarnason meðmælandi Guðjóns og Gísli Már Gíslason formaður stjórnar kubbsins sem með styrku handabandi tekur á móti nýjum félaga.
Það var mikill stemning þegar dregið var í jólahappdrættinu á lögreglustöðinni á Patreksfirði, og nú eru vinningsnúmerin loksins komin í ljós!
✨ Vinningaskrá:
Lionsklúbbur Patreksfjarðar vill þakka öllum þeim sem keyptu miða og styrktu gott málefni. Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju og vonum að vinningarnir geri hátíðina enn skemmtilegri! 🎁
Vinningar verða afhentir mánudaginn 23. desember milli kl. 16 og 18 í Skjaldborgarbíói.
Gleðileg jól og takk fyrir stuðninginn!
- Lionsklúbbur Patreksfjarðar
Félagar í Lionsklúbbi Patreksfjarðar eru á fullum undirbúningi fyrir aðventuna og jólin.
Skatan hefur verið verkuð af kostgæfni og pakkað og nú um helgina voru jólatrén á Geirseyri og Vatneyri skreytt og komið fyrir á sínum stöðum.
Bíósýningar verða í Skjaldborgarbíói alla aðventuna til að gleðja unga sem aldna, og sérstaklega minnum við á boðssýningu á Vaiana 2 miðvikudaginn 4. desember kl. 17:00. Þessi sýning er í boði Vesturbyggðar í tilefni tendrunar á jólatrjánum í sveitarfélaginu.
Að auki er undirbúningur fyrir árlega jólahappdrætti Lionsklúbbsins í fullum gangi, og munu nánari upplýsingar verða auglýstar fljótlega.
Lionsklúbburinn þakkar samfélaginu fyrir ómetanlegan stuðning og hlakkar til að fagna aðventunni með öllum íbúum.