Hjónaband Blake og Charlotte er að gliðna í sundur. Blake sannfærir konu sína um að fara í frí útfyrir bæinn og heimsækja gamla heimabæinn í Oregon. Þegar þau koma í sveitina um nóttina ræðst eitthvað dýr á þau og þau læsa sig inni í húsinu á meðan skepnan er fyrir utan. En eftir því sem líður á nóttina fara undarlegar breytingar að verða á Blake. Hann hagar sér æ undarlegar og svo virðist sem hann sé að ummyndast í eitthvað óþekkjanlegt fyrirbæri. ..