Mörgum árum eftir að hafa orðið vitni að dauða hetjunnar Maximusar neyðist sonur hans Lucius til að fara inn í hringleikahúsið og berjast þegar fulltrúar keisarans, sem stjórnar Rómarborg með harðri hendi, leggja heimili hans í rúst. Með ofsareiði í hjarta og framtíð ríkisins að veði þarf Lucius nú að horfa til baka til að finna styrkinn til að ná stjórn á borginni og koma henni aftur til vegs og virðingar....