Lionsklúbbur Patreksfjarðar
Stofnaður 19. febrúar 1962

Líflegur fundur: Bátasmíði og nýr félagi

Það var góð stemning á 6. Lionsfundi ársins 6. desember.

Snjallar lausnir í bátaviðhaldi

Ágúst bátasmiður hélt áhugavert erindi um viðhald báta og skipa. Hann kynnti aðferðir til að ná miklum árangri með litlum tilkostnaði – lausnir sem eru vel þekktar á Norðurlöndunum en hafa kannski farið svolítið framhjá okkur Íslendingum. Það var gaman að heyra frá Ágústi og greinilegt að þarna er hafsjór af fróðleik.

Nýr félagi boðinn velkominn

Gísli Ásgeirsson gekk formlega til liðs við Lionsklúbb Patreksfjarðar á fundinum. Gísli Már formaður sá um formlegheitin og nældi merki félagsins í barm nýliðans að viðstöddum Páli Vilhjálmssyni, meðmælanda Gísla.

Við bjóðum Gísla velkominn í hópinn og þökkum Ágústi kærlega fyrir komuna!

Lionsklúbbur Patreksfjarðar